Formaður Jarðtæknifélags Íslands er í miklu samstarfi við atvinnulífið til að tryggja markmið félagsisn sem eru að vinna að fræðslu, upplysingaflæði og bættu verklagi á fagsviðinu. Í gangi er uppfærsla á þolhönnunarstöðlunum EC 7 og þjóðarviðaukum.
Rýni á gögnum Vegagerðarinnar með tilltii til umferðaröryggis eru um það bil 4 til 6 verk á ári. Slík vinna er unnin í samvinnu við aðra rýna af mismunandi stöðum í atvinnulífinu, einna helst verkfræðistofum, sveitafélögunum og Vegagerðinni.
Ráðgjafi við fjölda verkefna á sviði vega og gatnagerðar. Nokkur þeirra eru talin upp hér á eftir:
Færsla Hringbrautar frá Eskihlíð að Sæmundargötu, for og verkhönnun á mislægum vegamótum og tengingum við samgöngukerfið í kring. Verkefnastjórnun með hönnun.
Hringvegur 1-d9. Frumdrög, for- og verkhönnun á Suðurlandsvegi frá Litlu Kaffistofunni að Hveradalabrekku. Um er að ræða breikkun í 2+1 veg og nýjan 2+1 veg á 1.7 km. kafla og tvö stefnugreind vegamót og mislæg vegamót.
Reykjanesbraut, tvöföldun frá Hafnarfirði til Njarðvíkur. For- og verkhönnun og verkefnastjórnun með hönnun. Fimm mislæg vegamót með hringtorgum og vegabrúm ásamt einum undirgöngum.
Hönnun gatna í íbúðahverfum og tengibrauta innan Mosfellsbæjar. Nokkur hringtorg, bæði innan bæjar og við stofnbrautir í eigu Vegagerðarinnar. Hönnun var á ýmsum stigum, frumdrög, forhönnun og verkhönnun. Verkefnastjórnun á hönnun í mörgum þessara verka.
Í Hafnarfirði, umferðartæknilegar úrbætur á afmörkuðum svæðum, hönnun hringtorgs á Flatahraun við Arnarhraun og á Reykjanesbraut við Öldugötu. Ráðgjöf fólst í hönnun á flestum stigum hönnunar og verkefnastjórnun á hönnun.
Hönnun á Vegamótum og undirgöngum fyrir Vegagerðina í Hafnarfirði.
Akstursæfingasvæði, frumdrög að skipulagi, grundun á brautum og húsum, kostnaðaráætlun, rekstraráætlun fyrir akstursæfingarsvæði á tveimur stöðum í Reykjavík.
Eftirlit fyrir Vegagerðina í nokkrum verkum; Miklabraut – Skeiðarvogur, sem innihélt vegagerð, brú og undirgöng. Breytingar og gerð hringtorgs við Reykjanesbraut í Hafnarfirði.
Jarðvegsrannsóknir vegna gatna- og vegagerðar í Mosfellsbæ.
Ráðgjöf við grundun á nokkrum mannvirkjun, má þar nefna:
Fjölbýlishús við Sóltún 11 – 13 í Reykjavík.
Mykjutankur við Hýrumel í Borgarfirði
Borgartún 35, skrifstofubygging
Jarðloftnet við Bústaðaveg 74 fyrir Íslandssíma.
|